Find Us Online At
iBookstore
Like Us
A programme by
Stjörnufræðingar í sprengistjörnuleit
1 August 2012

Sjáðu þessa nýju mynd af fjarlægri vetrarbraut. Myndin er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af henni! Hún virðist friðsæl á myndinni en síðastliðin 30 ár hafa stjörnufræðingar komið auga á tvær sprengistjörnur í henni.

Þegar stærstu stjörnurnar í alheiminum deyja, springa þær. Sprengistjörnur eru með orkuríkustu atburðum alheims og geta verið svo skærar að þær verða bjartari en heilar vetrarbrautir áður en þær dofna á fáeinum vikum eða mánuðum. Á þessu stutta tímabili getur sprengistjarna gefið frá sér jafn mikla orku og sólin gerir á allri sinni ævi!

Stjörnufræðingar fundu fyrstu sprengistjörnuna í þessari vetrarbraut með hjálp sjónauka í eyðimörkinni í Chile í Suður Ameríku. Árið 2007 fann svo stjörnuáhugamaðurinn Berto Monard frá Suður Afríku aðra sprengistjörnu í vetrarbrautinni með sínum eigin sjónauka. Hann er einn fjölmargra um allan heim sem leita að sprengistjörnum til gamans!

En hvernig finnur maður sprengistjörnur? Í rauninni með því að taka myndir af vetrarbrautum með sjónaukum og bera þær saman við eldri myndir. Allar birtubreytingar á takmörkuðu svæði í vetrarbraut gæti þýtt að stjarna hafi sprungið.

Fróðleg staðreynd

Á síðasta ári varð , yngsta manneskjan til að uppgötva sprengistjörnu! Kannski getur þú slegið met Kathrynar! Ef þú átt ekki sjónauka getur þú leitað að sprengistjörnum á ljósmyndum á þessari vefsíðu:

More information

 Þessi Repeated of frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

Images

Supernova Hunters!
Supernova Hunters!

Printer-friendly

PDF File
1018.2 KB